Frá keppni næstu 4-6 mánuði

Anna Rakel Pétursdóttir lék aðeins tvo leiki með Val áður …
Anna Rakel Pétursdóttir lék aðeins tvo leiki með Val áður en hún meiddist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir verður frá keppni næstu 4-6 mánuði þar sem hún þarf að fara í aðgerð vegna mjaðmameiðsla.

Anna Rakel, sem kom til Vals frá Uppsala í Svíþjóð fyrir tímabilið, hefur aðeins leikið tvo leiki í sumar. Hún staðfesti í samtali við Fótbolta.net að hún væri á leið í aðgerð og myndi ekki leika meira með Valsliðinu í sumar.

Uppaldi Akureyringurinn hefur leikið sjö A-landsleiki og 83 leiki í efstu deild hér á landi.

mbl.is