„Mér finnst þetta spennandi“

Elín Metta Jensen gæti reynt fyrir sér í atvinnumennsku erlendis.
Elín Metta Jensen gæti reynt fyrir sér í atvinnumennsku erlendis. Ljósmynd/Unnur Karen

Í gær var Elín Metta Jensen, sóknarkona Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, orðuð við ítalska A-deildarfélagið Internazionale frá Mílanó.

Í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi kvaðst hún spennt fyrir því að skoða tilboð erlendis frá.

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi.

Það veltur á Val hvað gerist. Ég er alveg með metnað og það þarf að vera gott lið,“ sagði Elín Metta eftir að hún skoraði eitt marka Vals í 6:1 stórsigri gegn Þrótti úr Reykjavík í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur sagði hún: „Já, já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert