Náðu sjö stiga forskoti á toppnum

Höttur/Huginn er með sjö stiga forskot á toppnum.
Höttur/Huginn er með sjö stiga forskot á toppnum. Ljósmynd/Höttur

Höttur/Huginn náði í kvöld sjö stiga forskoti á toppi 3. deildar karla í fótbolta með 1:0-útisigri á Sindra á Hornafirði.

Jakob Jóel Þórarinsson skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik á árinu og ellefta deildarleik á ferlinum. Markið var það fyrsta sem Jakob skorar í meistaraflokki, en hann er á 21. aldursári.

Austfirðingar eru nú með 29 stig, sjö stigum á undan KFG í öðru sæti. Elliði er í þriðja með 21, eins og Augnablik sem er í fjórða sæti. Sindri er í sjötta sæti með 18 stig.

mbl.is