Akureyringur til liðs við Celtic

María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik gegn Val á Hlíðarenda …
María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik gegn Val á Hlíðarenda í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan María Cat­har­ina Ólafs­dótt­ir Gros er gengin til liðs við skoska stórliðið Celtic en hún hefur undanfarin ár leikið með uppeldisfélagi sínu, Þór/KA.

Þórsarar segja frá félagsskiptunum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að María fór til Skotlands fyrir nokkrum dögum. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við Celtic og gæti spilað æfingaleik með liðinu gegn Sunderland frá Englandi í kvöld.

Þótt María sé ekki nema átján ára gömul hefur hún spilað 38 leiki í úrvalsdeild með Þór/KA og skorað í þeim fjögur mörk. Þá lék hún eitt sumar að láni hjá Hömrunum.

mbl.is