Fjölnir upp í fimmta sætið

Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði fyrir Fjölnismenn en var síðan rekinn …
Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði fyrir Fjölnismenn en var síðan rekinn af velli. mbl.is/Hari

Fjölnismenn lyftu sér í kvöld upp í fimmta sætið í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, með því að sigra Þrótt úr Reykjavík, 3:1, í Grafarvogi.

Jóhann Árni Gunnarsson skoraði eftir hálftíma leik og Michael Bakare bætti við marki í lok fyrri hálfleiks. Sigurpáll Melberg Pálsson bætti síðan þriðja markinu við á 55. mínútu. Sigurpáll fékk síðan rauða spjaldið seinna í leiknum.

Þróttarar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma leiksins þegar Baldur Hannes Stefánsson minnkaði muninn í 3:1 úr vítaspyrnu.

Fjölnir er þá komið með 20 stig og náði Grindvíkingum að stigum í fjórða sætinu en fór upp fyrir bæði Gróttu og Vestra. Hin liðin eiga eftir að spila í umferðinni.

Þróttarar sitja sem fyrr í næstneðsta sætinu með aðeins 7 stig, tveimur stigum á eftir Selfyssingum sem eru næstir fyrir ofan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert