Frestað í Ólafsvík vegna veirunnar

Ólafsvíkingar sækja að Fred Saraiva í Safamýrinni er liðin mættust …
Ólafsvíkingar sækja að Fred Saraiva í Safamýrinni er liðin mættust í byrjun maí. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að fresta viðureign Víkinga í Ólafsvík og Fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu annað kvöld vegna kórónuveirunnar.

Leikmaður heimamanna í Víkingum hefur greinst með veiruna og er allur leikmannahópurinn nú á leiðinni í skimun. Ekkert verður því af leiknum sem átti að fara fram klukkan 19:15 á Ólafsvíkurvelli annað kvöld.

Framarar eru langefstir í fyrstu deildinni með 32 stig eftir 12 umferðir, en þeir hafa enn ekki tapað leik. Ólafsvíkingar eru aftur á móti neðstir með tvö stig og bíða eftir sínum fyrsta sigri. Fram vann viðureign liðanna í Safamýrinni í fyrstu umferð, 4:2.

mbl.is