Heiðdís best í 11. umferðinni

Heiðdís Lillýjardóttir átti góðan leik.
Heiðdís Lillýjardóttir átti góðan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðdís Lillýjardóttir, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í elleftu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sem leikin var í fyrrakvöld, að mati Morgunblaðsins.

Heiðdís skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Breiðabliks í 7:2 sigri á ÍBV á Kópavogsvelli og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína.

Heiðdís er í fyrsta sinn í liði umferðarinnar á þessu keppnistímabili, eins og fjórir aðrir leikmenn. Hinir sex leikmennirnir hafa verið valdir áður og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki oftast þeirra en hún er í liði umferðarinnar í sjötta skipti á þessu ári.

Lið umferðarinnar má sjá í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »