Stöngin út gegn mjög sterku liði

FH-ingurinn Vuk Oskar Dimitrijevic sækir að leikmanni Rosenborg í Kaplakrika …
FH-ingurinn Vuk Oskar Dimitrijevic sækir að leikmanni Rosenborg í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jónatan Ingi Jónsson var einn þeirra FH-inga sem fékk afbragðs færi en brást bogalistin í leik FH og Rosenborg í annarri umferð Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Norska stórliðið fer með 2:0-forystu til Þrándheims þar sem liðin mætast aftur eftir viku.

„Frammistaða okkar er góð að öllu leyti nema við skorum ekki mörk. Þegar færin eru talin þá fáum við eiginlega öll dauðafærin en þetta var stöngin út gegn mjög sterku liði,“ sagði svekktur Jónatan Ingi við mbl.is strax að leik loknum. Hann segir FH-inga þó enn eiga möguleika.

„Þeir eru með mjög góða leikmenn í hverri stöðu en við stöndum vel í þeim. Þá er kannski líka sérstaklega svekkjandi að ná ekki að skora. En þetta eru bara tvö mörk og útivallarmörk skipta ekki lengur máli. Ég hef trú á því að við getum skorað í útileiknum.“

Jónatan Ingi Jónsson
Jónatan Ingi Jónsson mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert