Hólfaskipt á fótboltavöllum á ný

Kópavogsvelli og öðrum völlum landsins verður skipt í hólf.
Kópavogsvelli og öðrum völlum landsins verður skipt í hólf. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag nýjar sóttvarnaraðgerðir í baráttunni við nýja bylgju kórónuveirunnar. Aðgerðirnar hafa áhrif á íþróttalíf hér á landi. 

Æfingar og keppnir verða heimilar með og án snertinga samkvæmt reglunum en með 100 manna hámarksfjölda. Þá verða fjöldatakmarkanir miðaðar við 200 manns og þarf því að skipta áhorfendasvæðum í hólf, líkt og gert var framan af sumri. 

Þá er gert ráð fyrir rekjanleika í sæti á menningar- og íþróttaviðburðum og mun því vera selt inn í númeruð sæti á völlum landsins. Veitingasala verður aftur óheimil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert