Leikur færður vegna smits

Davíð Smári Lamude er þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári Lamude er þjálfari Kórdrengja. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leikur Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta sem átti að fara fram í kvöld hefur verið færður til morguns.

Ástæðan er sú að aðili tengdur einum leikmanni Kórdrengja greindist með kórónuveiruna og þurfti liðið því að fara í skimun.

Áður hafði leik Víkings frá Ólafsvík og Fram verið frestað þar sem smit greindist í leikmannahópi Víkinga.

Tveir leikir eru áfram á dagskrá í deildinni í kvöld; Þór fær Gróttu í heimsókn klukkan 18 og ÍBV og Grindavík mætast í Vestmannaeyjum á sama tíma.

mbl.is