Dramatískur sigur Selfoss á Ísafirði

Gary Martin skoraði fyrra mark Selfoss.
Gary Martin skoraði fyrra mark Selfoss. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Selfoss vann í dag mikilvægan og dramatískan 2:1-sigur á Vestra í Lengjudeild karla í fótbolta.

Pétur Bjarnason kom Vestra yfir á 51. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Gary Martin úr víti. Staðan var 1:1 allt fram í uppbótartíma þegar Valdimar Jóhannsson skoraði dramatískt sigurmark fyrir Selfoss.

Með sigrinum náði Selfoss fimm stiga forskoti á Þrótt í fallbaráttunni, en Þróttarar eru í 11. sæti sem er fallsæti. Vestri er áfram í 7. sæti með 19 stig og nánast úr baráttunni um sæti í efstu deild.

Staðan:

 1. Fram 32
 2. ÍBV 26
 3. Kórdrengir 22
 4. Fjölnir 20
 5. Grindavík 20
 6. Þór 19
 7. Vestri 19
 8. Grótta 17
 9. Afturelding 16
 10. Selfoss 12
 11. Þróttur R. 7
 12. Víkingur Ó. 2
mbl.is