Sérstaklega ánægður

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í Breiðabliki náðu góðum …
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í Breiðabliki náðu góðum úrslitum með djarfri spilamennsku gegn Austria í Vínarborg. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

„Ég er sérstaklega ánægður með spilamennsku minna manna. Hún var virkilega góð og auðvitað gleðilegt að úrslitin hafi fylgt með,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið.

Lærisveinar hans náðu góðum úrslitum í fyrri leik liðsins við Austria Vín í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta þegar liðin gerðu 1:1-jafntefli í Austurríki á fimmtudaginn var. Spilamennska Breiðabliks vakti athygli en liðið spilaði skemmtilegan sóknarbolta og var mun meira með boltann en austurríska liðið.

„Menn verða að vita hvernig þeir ætla að nálgast leikinn og hafa trú á verkefninu. Þeir verða að vera klárir að hlaupa þegar þeir eru ekki með boltann og vera hugrakkir til að spila boltanum. Þeir verða að vera nógu hugaðir til að þora að mistakast, þótt sviðið sé aðeins stærra. Leikmennirnir höfðu trú á því sem þeir voru að gera og treystu sjálfum sér og liðsfélögum sínum og úr varð góð frammistaða og góð úrslit,“ sagði Óskar um spilamennsku síns liðs.

Fengum skerf af gagnrýni

Breiðablik tapaði 2:4 fyrir Rosenborg frá Noregi í fyrra í leik sem Óskar lagði upp á svipaðan hátt. Þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp, hikaði hann ekki við að gera slíkt hið sama í Austurríki.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert