Fjallabyggðarmenn í annað sætið

KF vann Kára á Ólafsfjarðarvelli.
KF vann Kára á Ólafsfjarðarvelli. Ljósmynd/Hedinsfjordur.is

KF er komið í annað sætið í 2. deild karla eftir sigur á Kára frá Akranesi, 2:1, á Ólafsfjarðarvelli í gær.

Þetta var þriðji sigur KF í röð en hann var torsóttur gegn næstneðsta liði deildarinnar. Ármann Ingi Finnbogason kom Skagamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Oumar Diouck jafnaði skömmu síðar úr vítaspyrnu. Áki Sölvason skoraði síðan sigurmark Fjallabyggðarmanna um miðjan síðari hálfleik.

KV gat komist í annað sætið en tapaði 3:1 fyrir Magna á Grenivík. Tómas Örn Arnarson og Guðni Sigþórsson komu Magna í 2:0, Njörður Þórhallsson minnkaði muninn fyrir Vesturbæinga undir lok fyrri hálfleiks en Dominic Vose gulltryggði Magna sigurinn með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Þá gerðu Leiknir frá Fáskrúðsfirði og ÍR markalaust jafntefli í Fjarðabyggðarhöllinni.

Eftir þrettán umferðir er Þróttur úr Vogum með gott forskot, 28 stig, en KF og Völsungur eru með 23 stig, Njarðvík og KV 22 stig í næstu sætum á eftir.

Haukar eru með 19 stig, ÍR og Magni 17, Reynir úr Sandgerði 16 og Leiknir á Fáskrúðsfirði 13. Í botnsætunum sitja sem fyrr Kári með 6 stig og Fjarðabyggð með 5 stig.

Fyrir neðan má sjá mörkin í leik Magna og KV:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert