Keflavík fær landsliðskonu

Keflavíkurkonur eru í harðri fallbaráttu í úrvalsdeildinni.
Keflavíkurkonur eru í harðri fallbaráttu í úrvalsdeildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tina Marolt, landsliðskona frá Slóveníu, er gengin til liðs við kvennalið Keflavíkinga í knattspyrnu.

Marolt er 25 ára gömul og hefur leikið bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Hún lék síðast í Sviss en hefur einnig leikið með félagsliðum í Austurríki og á Ítalíu á undanförnum árum.

Keflvíkingar eru í harðri fallbaráttu og eru jafnir Fylki á botni deildarinnar, tveimur stigum á eftir Tindastóli. Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á þriðjudagskvöld.

mbl.is