Voru sjálfum sér verstir

Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni í dag. Jonathan Hendrickx bakvörður …
Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni í dag. Jonathan Hendrickx bakvörður KA með boltann í höndunum. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var þungur á brún eftir 0:1-tap liðs síns á móti KA-mönnum. Segir hann Leiknismenn hafa verið sjálfum sér verstir að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik til þess að jafna leikinn. „Mér fannst eiginlega óskiljanlegt að við töpuðum þessum leik,“ segir Sigurður. 

Sigurður segir að honum hafi þótt lið hans heldur hættulegra á velli, jafnt í fyrri sem seinni hálfleik, þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi ekki verið sem bestar. Hann segir einnig að honum hafi þótt sem Leiknismenn hefðu átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleik, en á 78. mínútu virtist sem að brotið hefði verið á Sólon Breka Leifssyni inni í vítateig. „Þannig að heilt yfir fannst mér við vera sterkari aðilinn í leiknum.“

Sigurður vill þó ekki kenna dómgæslunni í því atviki um tapið. „Það skiptir ekki öllu máli, við hefðum bara átt að nýta færin okkar.“

mbl.is