Fékk heilahristing og sjö spor saumuð

Haraldur Björnsson fór illa út úr samstuði í gærkvöldi en …
Haraldur Björnsson fór illa út úr samstuði í gærkvöldi en er sem betur fer ekki brotinn. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hafa lent í samstuði við Nikolaj Hansen, framherja Víkings úr Reykjavík, þegar liðin öttu kappi í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í gærkvöldi.

Haraldur rotaðist og fékk skurð á höfuðið sem varð til þess að hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Stjarnan tapaði leiknum í gærkvöldi 2:3.

„Ég hef verið betri. Ég er óbrotinn en fékk heilahristing og saumuð voru sjö spor,“ sagði Haraldur í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Hann fékk að fara heim af spítala strax í gærkvöldi en var þó með mikinn höfuðverk á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert