Fylgist vel með Sævari

Sævar Atli Magnússon hefur verið frábær í sumar.
Sævar Atli Magnússon hefur verið frábær í sumar. mbl.is/Haukur Gunnarsson

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálf­ari danska knatt­spyrnuliðsins Lyng­by, segist fylgjast náið með Sævari Atla Magnússyni, fyrirliða Leiknis í Breiðholti, en framherjinn hefur átt frábært tímabil með nýliðunum í úrvalsdeildinni.

Sævar varð 21 árs í sumar en hann hefur leikið á als oddi í deild þeirra bestu, skorað tíu mörk í 12 leikjum. Lyngby féll úr dönsku úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð og leikur því í dönsku B-deildinni í vetur.

„Ég er ekki í neinum vafa um að Sævar getur staðið sig vel í Skandinavíu og vonandi fær hann einhvern tímann tækifæri til að spreyta sig þar,“ sagði Freyr í samtali við Fótbolta.net. „Við höfum augu á honum, ég þekki leikmanninn og hann hefur staðið sig vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert