Fyrirliðinn leggur land undir fót

Ingunn Haraldsdóttir fagnar marki gegn HK í 1. deildinni í …
Ingunn Haraldsdóttir fagnar marki gegn HK í 1. deildinni í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Ingunn Haraldsdóttir, sem hefur verið fyrirliði kvennaliðs KR í knattspyrnu undanfarin tvö tímabil, er gengin í raðir Grikklandsmeistara PAOK.

Fótbolti.net greinir frá félagaskiptunum.

PAOK er langbesta lið Grikklands og hefur unnið gríska meistaratitilinn í 15 af síðustu 16 skiptum.

Ingunn er 26 ára varnarmaður sem hefur spilað 10 af 11 leikjum KR í 1. deildinni í sumar, þar sem hún hefur skorað tvö mörk. Hún á að baki 69 úrvalsdeildarleiki með KR, Val og Aftureldingu og 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Vesturbæjarliðið er á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu og stefnir hraðbyri aftur í efstu deild eftir að hafa fallið úr henni síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert