Framarar styrktu stöðu sína á toppnum

Indriði Áki reynir hér að verjast Sigurði Marínó Kristjánssyni fyrirliða …
Indriði Áki reynir hér að verjast Sigurði Marínó Kristjánssyni fyrirliða Þórs í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fram vann góðan sigur á Þór á Akureyri í kvöld þegar liðin mættust í Lengjudeild karla í knattspyrnu og Fram er í góðri stöðu í efsta sæti deildarinnar. 

Fram vann 2:0 með mörkum frá bræðrunum Alexander Má og Indriða Áka Þorlákssonum. Alexander skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks og Indriði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. 

Fram er með 35 stig í efsta sæti eftir þrettán leiki og hefur ekki tapað leik. Liðið er með níu stiga forskot á ÍBV. 

Þór er með 19 stig eftir fjórtán leiki og siglir hinn umtalaða lygna sjó í deildinni. 

mbl.is