Fjölnismenn kalla miðvörðinn heim

Úr leik Fjölnis og ÍBV í sumar.
Úr leik Fjölnis og ÍBV í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fjölnismenn hafa kallað miðvörðinn Vilhjálm Yngva Hjálmarsson til baka úr láni frá Þrótturum í Reykjavík.

Knattspyrnumaðurinn ungi gekk til liðs við Þróttara sem lánsmaður fyrir tímabilið og spilaði tíu leiki fyrir liðið sem situr í 11. sæti deildarinnar með sjö stig eftir 13 umferðir í fyrstu deildinni. Fjölnismenn staðfestu þetta á samfélagsmiðlum sínum en þeir eru í 4. sæti fyrstu deildarinnar og í harðri baráttu við nokkur lið um að komast upp.

Vilhjálmur verður í leikmannahópi Ásmundar Einarssonar í kvöld er Fjölnir fær Grindavík í heimsókn í toppbaráttuslag í Grafarvoginum.

mbl.is