Fellur Austria Wien úr keppni á Kópavogsvelli?

Breiðablik mætir Austria Wien í dag.
Breiðablik mætir Austria Wien í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Breiðablik á langbestu möguleikana af íslensku liðunum þremur til að komast í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta en Breiðablik, FH og Valur leika öll síðari leiki sína í 2. umferð keppninnar í dag.

FH og Valur eiga erfið verkefni fyrir höndum í Noregi. FH-ingar mæta Rosenborg í Þrándheimi eftir 0:2-ósigur í Kaplakrika síðasta fimmtudag og Valsmenn sækja heim meistarana Bodö/Glimt sem unnu þá örugglega, 3:0, á Hlíðarenda sama dag.

En það er Breiðablik sem allra augu beinast að eftir jafnteflið, 1:1, í fyrri leiknum gegn gamla stórveldinu Austria Wien í Vínarborg. Ekki bara fyrir úrslitin heldur hvernig Blikarnir spiluðu þann leik. Þeir stýrðu leiknum stóran hluta hans, voru óhræddir við að vera með boltann og sköpuðu sér betri færi en Austurríkismennirnir sem þó höfðu 6.000 háværa stuðningsmenn með sér í liði.

Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvellinum í dag og hefst kl. 17.30 en áhorfendur þar geta aðeins verið 700 talsins vegna sóttvarnaráðstafana.

Umfjöllunina má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »