Freyr byrjar vel í Danmörku

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyngby byrjar vel í dönsku b-deildinni undir stjórn Freys Alexanderssonar sem tók við liðinu í sumar. 

Í kvöld vann liðið Jammerbugt 2:1 og hefur liðið unnið fyrstu tvo leikina í deildina og báða á útivelli. 

Lyng­by féll úr dönsku úr­vals­deild­inni á síðasta tíma­bili en stefnan er sett beint upp aft­ur.

Markvörðurinn Frederik Schram er hjá Lungby en var ekki leikfær í kvöld vegna meiðsla. 

mbl.is