Danskur liðstyrkur í KA

Arnar Grétarsson er þjálfari KA.
Arnar Grétarsson er þjálfari KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samningi við danska varnarmanninn Mark Gundelach. Leikmaðurinn lék síðast með HB Køge í B-deild heimalandsins.

Gundelach, sem er 29 ára gamall bakvörður, þótti efnilegur á sínum tíma og lék með öllum yngri landsliðum Danmerkur. Hann hefur leikið með Nordsjælland, SønderjyskE og Roskilde, ásamt Køge.

Daninn er þriðji leikmaðurinn sem KA fær til sín á síðustu vikum en Mikkel Qvist og Jakob Snær Árnason gengu einnig í raðir KA á dögunum.

Akureyrarliðið er í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 23 stig, sjö stigum á eftir toppliði Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert