Framarar halda sínu striki

Þórir Guðjónsson (9) fagnar marki í kvöld og fyrra marki …
Þórir Guðjónsson (9) fagnar marki í kvöld og fyrra marki Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Toppliðið í Lengjudeild karla í knattspyrnu, þeirri næstefstu, Fram heldur sínu striki og vann Fjölni í kvöld 2:0 í Safamýri. 

Þórir Guðjónsson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. Fram er með 35 stig og er komið langleiðina upp í efstu deild á næsta tímabili. Liðið hefur enn ekki tapað leik í deildinni í sumar. 

Fjölnir er í 3. sæti með 23 stig en ÍBV er í 2. sæti. Með sigrinum styrkti Fram ekki bara eigin stöðu heldur einnig stöðu ÍBV í baráttunni um að komast upp. 

Grótta vann Selfoss 2:1 þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi. Pétur Theódór Árnason og
Arnar Þór Helgason skoruðu fyrir Gróttu en Kenan Turudija fyrir Selfoss.

Grótta er með 17 stig í 8. sæti en Selfoss er með 12 stig í 10. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert