Sumarglugginn í íslenska fótboltanum - karlar - lokað

Ragnar Sigurðsson landsliðsmiðvörður er kominn til Fylkis á nýjan leik …
Ragnar Sigurðsson landsliðsmiðvörður er kominn til Fylkis á nýjan leik eftir fjórtán ár í atvinnumennsku erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hinn svokallaði „sumargluggi“ í íslenska fótboltanum var opinn frá lokum júní til miðnættis fimmtudagskvöldið 29. júlí, en þá gátu leikmenn haft félagaskipti milli íslenskra félaga, ásamt því að þau hafa getað fengið til sín leikmenn erlendis frá.

Glugganum hefur nú verið lokað en allt að viku getur tekið að staðfesta félagaskipti erlendis frá, eða til 6. ágúst.

Mbl.is fylgist að vanda vel með félagaskiptunum í efstu deildum og þessi frétt þar sem sem fram koma öll skipti félaga í tveimur efstu deildum karla er uppfærð reglulega, stundum oft á dag. Hún verður uppfærð áfram næstu daga eftir því sem félagaskipti eru staðfest.

Hér fyrir neðan má sjá helstu félagaskiptin hjá körlunum síðustu daga en síðan má sjá skiptin hjá hverju félagi fyrir sig. Dagsetningin segir til um hvenær viðkomandi er löglegur með nýju félagi.

  7.8. Sævar Atli Magnússon, Leiknir R. - Lyngby (Danmörku)
  6.8. Gabriel Robinson, Municipal (Gvatemala) - Grindavík
  5.8. Alberto Carbonell, Jove Espanol (Spáni) - Þróttur R.
  3.8. Malthe Rasmussen, VSK Aarhus (Danmörku) - Fylkir
  3.8. Mark Gundelach, HB Köge (Danmörku) - KA
31.7. Brandon Diau, Pandurii (Rúmeníu) - Víkingur Ó.
30.7. Vladan Djogatovic, Grindavík - Magni (lán)
30.7. Conner Rennison, Kórdrengir - Njarðvík (lán)
30.7. Vladan Djogatovic, KA - Grindavík (úr láni)
30.7. Jakob Snær Árnason, Þór - KA
29.7. Teitur Magnússon, FH - Þróttur R. (lán)
29.7. Alex Freyr Hilmarsson, KR - Kórdrengir (lán)
28.7. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Þróttur R. - Fjölnir (úr láni)
28.7. Agnar Guðjónsson, Grótta - Þróttur V. (lán)
27.7. Kristófer Jónsson, Valur - Venezia (Ítalíu) (lán)
27.7. Arnar Sveinn Geirsson, Fylkir - KH
26.7. Þórir Jóhann Helgason, FH - Lecce (Ítalíu)
24.7. Martin Montipo, ÍA - Vestri
24.7. Martin Montipo, Kári - ÍA (úr láni)
23.7. Birgir Baldvinsson, KA - Afturelding (lán)
23.7. Birgir Baldvinsson, Leiknir R. - KA (úr láni)
23.7. Elvar Baldvinsson, Þór - Völsungur (lán)
22.7. Gunnar Orri Guðmundsson, Kórdrengir - Elliði
21.7. Ragnar Sigurðsson, Rukh Lviv (Úkraínu) - Fylkir
21.7. Alexander Pedersen, KFUM Ósló (Noregi) - Kórdrengir
20.7. Birgir Jakob Jónsson, Breiðablik - Atalanta (Ítalíu)
20.7. Jóhann Þór Lapas, Afturelding - Elliði (lán)

ÚRVALSDEILD KARLA - PEPSI MAX-DEILDIN

Róbert Orri Þorkelsson er farinn frá Breiðabliki til kanadíska liðsins …
Róbert Orri Þorkelsson er farinn frá Breiðabliki til kanadíska liðsins CF Montréal en það leikur í bandarísku MLS-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

BREIÐABLIK
Þjálfari: Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Staðan í deildinni: 4. sæti.

Komnir:
  3.7. Þorleifur Úlfarsson frá Víkingi Ó. (úr láni)

Farnir:
20.7. Birgir Jakob Jónsson í Atalanta (Ítalíu)
17.7. Ólafur Guðmundsson í FH (var í láni hjá Grindavík)
  8.7. Róbert Orri Þorkelsson í Montreal (Kanada)
  1.7. Benedikt V. Warén í Vestra (lán)
  1.7. Anton Logi Lúðvíksson í Aftureldingu (lán)

FH
Þjálfari: Ólafur Jóhannesson.
Staðan í deildinni: 6. sæti.

Komnir:
17.7. Ólafur Guðmundsson frá Breiðabliki
17.7. Morten Beck Guldsmed frá ÍA (úr láni)

Farnir:
29.7. Teitur Magnússon í Þrótt R. (lán)
26.7. Þórir Jóhann Helgason í Lecce (Ítalíu)
  6.7. Ágúst Eðvald Hlynsson í Horsens (Danmörku) (úr láni)

Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leik með KA gegn FH í …
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leik með KA gegn FH í fyrra. Hann er kominn til liðs við Fylki. mbl.is/Árni Sæberg

FYLKIR
Þjálfarar: Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson.
Staðan í deildinni: 9. sæti.

Komnir:
  3.8. Malthe Rasmussen frá VSK Aarhus (Danmörku)
21.7. Ragnar Sigurðsson frá Rukh Lviv (Úkraínu)
  7.7. Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Abtswind (Þýskalandi)

Farnir:
27.7. Arnar Sveinn Geirsson í KH
  3.7. Daníel Steinar Kjartansson í Elliða (lán)

HK
Þjálfari: Brynjar Björn Gunnarsson.
Staðan í deildinni: 11. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
Engir

ÍA
Þjálfari: Jóhannes Karl Guðjónsson.
Staðan í deildinni: 12. sæti.

Komnir:
24.7. Martin Montipo frá Kára (úr láni - fór í Vestra 24.7.)
  3.7. Hlynur Sævar Jónsson frá Víkingi Ó. (úr láni)
  2.7. Wout Droste frá Go Ahead Eagles (Hollandi)

Farnir:
30.7. Benjamín Mehic í Kára (lán)
17.7. Morten Beck Guldsmed í FH (úr láni)

Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist er kominn aftur til KA í …
Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist er kominn aftur til KA í láni frá Horsens en hann lék 15 leiki með Akureyrarliðinu í deildinni á síðasta ári. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA
Þjálfari: Arnar Grétarsson.
Staðan í deildinni: 5. sæti.

Komnir:
  3.8. Mark Gundelach frá HB Köge (Danmörku)
30.7. Jakob Snær Árnason frá Þór
23.7. Birgir Baldvinsson frá Leikni R. (úr láni - lánaður í Aftureldingu)
13.7. Mikkel Qvist frá Horsens (Danmörku) (lán)

Farnir:
30.7. Vladan Djogatovic í Grindavík (úr láni)
30.6. Áki Sölvason í KF (lán)
30.6. Ýmir Már Geirsson í Magna (lán)
Ófrágengið: Brynjar Ingi Bjarnason í Lecce (Ítalíu)

Ísak Óli Ólafsson er farinn aftur frá Keflavík til Danmerkur. …
Ísak Óli Ólafsson er farinn aftur frá Keflavík til Danmerkur. Hann var í láni frá SønderjyskE en gengur nú til liðs við Esbjerg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KEFLAVÍK
Þjálfarar: Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Staðan í deildinni: 8. sæti.

Komnir:
30.7. Þröstur Ingi Smárason frá Víði (úr láni)

Farnir:
16.7. Björn Bogi Guðnason í Heerenveen (Hollandi)
30.6. Ísak Óli Ólafsson í SønderjyskE (Esbjerg) (Danmörku) (úr láni)

Theódór Elmar Bjarnason er kominn til liðs við KR eftir …
Theódór Elmar Bjarnason er kominn til liðs við KR eftir sautján ár í atvinnumennsku erlendis en hann fór 17 ára gamall til Celtic árið 2004. Elmar lék frá áramótum með Lamia í grísku úrvalsdeildinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

KR
Þjálfari: Rúnar Kristinsson.
Staðan í deildinni: 3. sæti.

Komnir:
3.7. Theódór Elmar Bjarnason frá Lamia (Grikklandi)

Farnir:
29.7. Alex Freyr Hilmarsson í Kórdrengi (lán)
  3.7. Hjalti Sigurðsson í Leikni R.

Varnarmaðurinn Hjalti Sigurðsson er kominn aftur til Leiknis frá KR, …
Varnarmaðurinn Hjalti Sigurðsson er kominn aftur til Leiknis frá KR, nú fyrir fullt og fast. Ljósmynd/Leiknir

LEIKNIR R.
Þjálfari: Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Staðan í deildinni: 7. sæti.

Komnir:
3.7. Hjalti Sigurðsson frá KR

Farnir:
  7.8. Sævar Atli Magnússon í Lyngby (Danmörku)
23.7. Birgir Baldvinsson í KA (úr láni)

STJARNAN
Þjálfari: Þorvaldur Örlygsson.
Staðan í deildinni: 10. sæti.

Komnir:
1.7. Casper Sloth frá Helsingör (Danmörku)
1.7. Oliver Haurits frá Skive (Danmörku)

Farnir:
16.7. Jósef Kristinn Jósefsson í Grindavík
12.7. Ísak Andri Sigurgeirsson í ÍBV (lán)
30.6. Kári Pétursson í KFG (lán)

VALUR
Þjálfari: Heimir Guðjónsson.
Staðan í deildinni: 1. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
27.7. Kristófer Jónsson í Venezia (Ítalíu)

VÍKINGUR R.
Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson.
Staðan í deildinni: 2. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
8.7. Axel Freyr Harðarson í Kórdrengi (lán)

1. DEILD KARLA - LENGJUDEILDIN

AFTURELDING
Þjálfari: Magnús Már Einarsson.
Staðan í deildinni: 9. sæti.

Komnir:
30.7. Ýmir Halldórsson frá Breiðabliki (lán)
23.7. Birgir Baldvinsson frá KA (lán)
  6.7. Aron Daði Ásbjörnsson frá Leikni F. (úr láni)
  1.7. Anton Logi Lúðvíksson frá Breiðabliki (lán)

Farnir:
20.7. Jóhann Þór Lapas í Elliða (lán)
  8.7. Patrekur Orri Guðjónsson í ÍR (lán)

FJÖLNIR
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson.
Staðan í deildinni: 4. sæti.

Komnir:
28.7. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson frá Þrótti R. (úr láni)
14.7. Michael Bakare frá Hereford (Englandi)
  9.7. Helgi Snær Agnarsson frá Einherja (úr láni)

Farnir:
Engir

FRAM
Þjálfari: Jón Þórir Sveinsson.
Staðan í deildinni: 1. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
30.6. Aron Snær Ingason í Njarðvík (lán)

GRINDAVÍK
Þjálfari: Sigurbjörn Hreiðarsson.
Staðan í deildinni: 5. sæti.

Komnir:
  6.8. Gabriel Robinson frá Municipal (Gvatemala)
30.7. Vladan Djogatovic frá KA (úr láni - lánaður í Magna 30.7.)
16.7. Jósef Kristinn Jósefsson frá Stjörnunni

Farnir:
17.7. Ólafur Guðmundsson í Breiðablik (úr láni)
  3.7. Þröstur Mikael Jónasson í Dalvík/Reyni (lán)

GRÓTTA
Þjálfari: Ágúst Þór Gylfason.
Staðan í deildinni: 8. sæti.

Komnir:
5.7. Bessi Jóhannsson frá Víkingi Ó. (úr láni)

Farnir:
28.7. Agnar Guðjónsson í Þrótt V. (lán)
15.7. Hákon Rafn Valdimarsson í Elfsborg (Svíþjóð)

ÍBV
Þjálfari: Helgi Sigurðsson.
Staðan í deildinni: 2. sæti.

Komnir:
30.7. Róbert Aron Eysteinsson frá KFS (úr láni)
12.7. Ísak Andri Sigurgeirsson frá Stjörnunni (lán)

Farnir:
29.7. Eyþór Orri Ómarsson í KFS (lán)
  3.7. Eyþór Daði Kjartansson í KFS (lán)

Alex Freyr Hilmarsson er kominn til Kórdrengja í láni frá …
Alex Freyr Hilmarsson er kominn til Kórdrengja í láni frá KR. mbl.is/Hari

KÓRDRENGIR
Þjálfari: Davíð Smári Lamude.
Staðan í deildinni: 3. sæti.

Komnir:
29.7. Alex Freyr Hilmarsson frá KR (lán)
21.7. Alexander Pedersen frá KFUM Ósló (Noregi)
15.7. Elías Fannar Stefánsson frá Álafossi
  8.7. Axel Freyr Harðarson frá Víkingi R. (lán)

Farnir:
30.7. Conner Rennison í Njarðvík (lán)
22.7. Gunnar Orri Guðmundsson í Elliða
10.7. Lukas Jensen í Burnley (Englandi) (úr láni)

SELFOSS
Þjálfari: Dean Martin.
Staðan í deildinni: 10. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
Engir

Benedikt V. Warén er kominn til Vestra í láni frá …
Benedikt V. Warén er kominn til Vestra í láni frá Breiðabliki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

VESTRI
Þjálfari: Enginn.
Staðan í deildinni: 7. sæti.

Komnir:
24.7. Martin Montipo frá ÍA
  1.7. Steven Van Dijk frá Haaksbergen (Hollandi)
  1.7. Benedikt V. Warén frá Breiðabliki (lán)

Farnir:
8.7. Celso Raposo í Lokomotiv Sofia (Búlgaríu)

VÍKINGUR Ó.
Þjálfari: Guðjón Þórðarson.
Staðan í deildinni: 12. sæti.

Komnir:
31.7. Brandon Diau frá Pandurii (Rúmeníu)
30.7. Kristófer Máni Atlason frá Reyni He.
15.7. José Javier Amat frá Atlético Saguntino (Spáni)
15.7. Juan José Ducó frá Atlético Saguntino (Spáni)
  1.7. Cerezo Hilgen frá North Shore United (Nýja-Sjálandi)
  1.7. Simon Dominguez frá spænsku félagi

Farnir:
5.7. Bessi Jóhannsson í Gróttu (úr láni)
4.7. Vitor Vieira Thomas í KF (lán)
3.7. Alex Bergmann Arnarsson í ÍR (lán frá Víkingi R.)
3.7. Þorleifur Úlfarsson í Breiðablik (úr láni)
3.7. Hlynur Sævar Jónsson í ÍA (úr láni)
3.7. Ingibergur Kort Sigurðsson í Vatnaliljur (lán)

ÞÓR
Þjálfari: Orri Freyr Hjaltalín.
Staðan í deildinni: 6. sæti.

Komnir:
8.7. Dominique Malonga frá Kokkolan PV (Finnlandi)

Farnir:
30.7. Jakob Snær Árnason í KA
23.7. Elvar Baldvinsson í Völsung (lán)
30.6. Nikola Kristinn Stojanovic í KF (lán)
30.6. Guðni Sigþórsson í Magna
Ófrágengið: Álvaro Montejo í Unión Adarve (Spáni)

ÞRÓTTUR R.
Þjálfari: Guðlaugur Baldursson.
Staðan í deildinni: 11. sæti.

Komnir:
  5.8. Alberto Carbonell frá Jove Espanol (Spáni)
29.7. Teitur Magnússon frá FH (lán)
15.7. Sveinn Óli Guðnason frá ÍR (úr láni)

Farnir:
28.7. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson í Fjölni (úr láni)

mbl.is