Erfitt að horfast í augu við þetta

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Síðustu dagar hafa verið gríðarlega erfiðir og líklega þeir erfiðustu sem ég hef upplifað í 27 ára starfi,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í samtali við mbl.is í kvöld.

Fyrr í kvöld tilkynnti Knattspyrnusambandið að stjórn KSÍ hefði sagt af sér í kjölfar gagnrýni sem sambandið hefur legið undir vegna þöggunar og gerendameðvirkni.

„Ég hef upplifað á ýmislegt á mínum tíma hjá Knattspyrnusambandinu og var lengi vel eina konan innan stjórnar í umhverfi sem hefur stundum verið þungt. Ég hef séð miklar breytingar innan sambandsins í gegnum tíðina en þrátt fyrir það hafa breytingarnar kannski ekki verið nægilega miklar.

Það eru ákveðin vonbrigði að við sem Knattspyrnusamband höfum ekki staðið undir væntingum þjóðfélagsins og brugðist þolendum. Það er erfitt að horfast í augu við það en í þessu eru líka tækifæri, tækifæri að ná vopnum okkar og gera betur,“ sagði Klara.

Nánar er rætt við Klöru í Morgunblaðinu á morgun.

Íslenska karlalandsliðið æfði á Laugardalsvelli í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið æfði á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert