Elín Metta ekki með gegn Hollandi

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. mbl.is/Unnur Karen

Elín Metta Jensen er ekki leikfær og hefur dregið sig út úr landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli 21. september.

Elín Metta kom ekki við sögu í síðustu tveimur leikjum hjá Íslandsmeisturum Vals á Íslandsmótinu og þá lék hún ekki með liðinu í Evrópuleikjunum tveimur í lok ágúst.

Í stað Elínar kemur Svava Rós Guðmundsdóttir inn í landsliðshópinn en hún leikur með Bordeaux í Frakklandi.

mbl.is