Fyrsti leikur Blika gegn París

Leikmenn Blika fagna sigri í síðustu umferð keppninnar.
Leikmenn Blika fagna sigri í síðustu umferð keppninnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik mun hefja leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu miðvikudaginn
6. október og fær þá franska meistaraliðið París Saint-Germain í heimsókn.

Breiðablik leikur 13. október í Madríd gegn Real Madríd en liðið leikur tvo leiki í október, tvo í nóvember og tvo í desember.

Leikir Breiðabliks:

6. október: Breiðablik - París St. Germain
13. október: Real Madríd - Breiðablik
9. nóvember: Kharkiv - Breiðablik
18. nóvember: Breiðablik Kharkiv
8. desember: Breiðablik - Real Madríd
16. desember: París St. Germain - Breiðablik

mbl.is