Nýr þjálfari stýrir Blikum í Meistaradeildinni

Breiðablik leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, fyrst íslenskra liða, á komandi …
Breiðablik leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, fyrst íslenskra liða, á komandi keppnistímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vonast til þess að ráða nýjan þjálfara fyrir leiki liðsins í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lársusson, framkvæmdastjóri félagsins í samtali við mbl.is.

Fyrsti leikur liðsins í riðlakeppninni er hinn 6. október þegar Breiðablik tekur á móti Frakklandmeisturum París SG en riðlakeppnin verður leikin í október, nóvember og desember.

Vilhjálmur Kári Haraldsson mun stýra liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti úr Reykjavík sem fram fer á Laugardalsvelli hinn 1. október en mun svo láta af störfum hjá félaginu.

„Samningur Vilhjálms Kára Haraldssonar rennur út eftir bikarúrslitaleikinn 1. október en hann mun verða okkur til halds og traust þegar kemur að leikjum liðsins í riðlakeppninni,“ sagði Eysteinn í samtali við mbl.is.

„Nýr þjálfari verður ráðinn inn á næstunni og mun það koma fljótlega í ljós hvenær sá þjálfari tekur formlega við,“ bætti Eysteinn við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert