Zaicikova best í 18. umferðinni

Viktorija Zaicikova í leik með ÍBV í sumar.
Viktorija Zaicikova í leik með ÍBV í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Viktorija Zaicikova, sóknarmaður úr ÍBV, var að mati Morgunblaðsins besti leikmaðurinn í 18. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu sem leikin var á föstudag og sunnudag. Zaicikova átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið vann 5:0-sigur gegn Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en hún skoraði þrennu í leiknum og fékk tvö M í einkunn hjá blaðinu.

Liðsfélagi hennar hjá ÍBV, Olga Sevocova, átti einnig frábæran leik gegn Fylki og skoraði tvívegis en hún fékk einnig tvö M.

Þá er Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, í liðinu í níunda sinn en hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í markalausu jafntefli liðsins gegn Keflavík en Tiffany Sorpano, markvörður Keflavíkur, fékk einnig tvö M fyrir sína frammistöðu og er í liði umferðarinnar í fimmta sinn.

Lið 18. umferðar má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert