Jason bestur í 20. umferð

Jason Daði Svanþórsson er leikmaður 20. umferðar að mati Morgunblaðsins.
Jason Daði Svanþórsson er leikmaður 20. umferðar að mati Morgunblaðsins. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Jason Daði Svanþórsson, sóknarmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, að mati Morgunblaðsins.

Jason Daði átti frábæran leik fyrir Blika þegar liðið vann 3:0-sigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Kópavogsvelli en hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk í leiknum og fékk tvö M í einkunn hjá blaðinu fyrir frammistöðu sína.

Fjórir aðrir leikmenn fengu tvö M, þeir Jónatan Ingi Jónsson og Matthías Vilhjálmsson, sem áttu frábæran leik fyrir FH þegar liðið vann Stjörnuna, Kennie Chopart sem fór fyrir liði KR sem vann Keflavík og Skagamaðurinn Viktor Jónsson sem var öflugur í sigri ÍA gegn Leikni.

Lið 20. umferðar má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »