Kaflaskil á Sauðárkróki

Guðni Þór Einarsson hefur látið af störfum sem þjálfari Tindastóls.
Guðni Þór Einarsson hefur látið af störfum sem þjálfari Tindastóls. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðni Þór Einarsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu. Feykir.is greindi fyrst frá.

Þjálfarinn hefur stýrt liðinu frá árinu 2018 og kom hann liðinu upp í 1. deild strax á sínu fyrsta tímabili sem annar þjálfari liðsins ásamt Jóni Stefáni Jónssyni.

Liðið tryggði sér svo sæti í úrvalsdeildinni síðasta sumar og lék í fyrsta sinn í efstu deild í ár en Tindastóll hafnaði í níunda sætinu í sumar og féll um deild í lokaumferðinni sem fram fór á sunnudaginn síðsta.

 „Ég vil þakka leikmönnum og meðþjálfurum síðustu ára kærlega fyrir frábæra tíma og ég óska ykkur alls hins besta á komandi tímum,“ sagði Guðni.

„Ég vill þakka þeim stjórnarmönnum sem hafa sýnt mér traust fyrir liðinu, kvennaráði fyrir frábært samstarf og ykkur stuðningsmönnum fyrir frábæran stuðning síðustu ár,“ bætti Guðni við í samtali við Feyki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert