Nýr þjálfari stýrir ÍBV í efstu deild

Helgi Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýrðu ÍBV og Grindavík í …
Helgi Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýrðu ÍBV og Grindavík í sumar en munu róa á önnur mið. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Helgi Sigurðsson mun ekki stýra ÍBV í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta ári. 

Helgi mun sjálfur hafa óskað eftir því að láta af störfum en ÍBV tryggði sér á dögunum keppnisrétt í efstu deild að ári. 

Knattspyrnuráð ÍBV varð við þeirri ósk Helga og þjálfarastarfið hjá ÍBV losnar því þegar keppni í 1. deildinni lýkur. 

mbl.is