Kári í nýtt hlutverk hjá Víkingi

Kári Árnason í leik með Víkingi í sumar.
Kári Árnason í leik með Víkingi í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Árnason, miðvörður karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, er að taka við nýrri stöðu hjá félaginu, yfirmanni knattspyrnumála.

Fótbolti.net greinir frá þessum tíðindum og bendir á að Kristján Óli Sigurðsson hafi sagt fyrstur frá í útvarpsþættinum Harmageddon á X977.

Fastlega er reiknað með því að Kári, sem er á 39. aldursári, leggi skóna á hilluna að loknu yfirstandandi tímabili og taki þá við starfinu.

„Mér skilst að viðræður séu komnar mjög langt með að hann taki við sem yfirmaður fótboltamála.

Við verðum sannarlega að halda þessum epísku leikmönnum sem hafa þjónað klúbbnum og það væri frábært ef hann tekur slaginn áfram með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net eftir 1:0 sigur Víkings gegn Fylki í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert