Úr Árbænum í Fossvoginn?

Arnór Borg Guðjohnsen er í samningaviðræðum við Víkinga.
Arnór Borg Guðjohnsen er í samningaviðræðum við Víkinga. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Arnór Borg Guðjohnsen er í viðræðum við Víkinga úr Reykjavík um að ganga til liðs við félagið. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við mbl.is.

Framherjinn, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Fylki frá Swansea síðasta sumar og á hann að baki 28 leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Hann hefur aðeins komið við sögu í ellefu leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann gekkst undir aðgerð vegna kviðslits í London á dögunum og leikur því ekki meira með liðinu í sumar.

„Við erum í viðræðum við hann,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við mbl.is.

„Við erum vongóðir um að semja við hann,“ bætti Arnar við en samningur Arnórs við Árbæinga rennur út í október á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert