Formaðurinn blés á kjaftasögurnar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson verður þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við 433.is.

Valur er ríkjandi Íslandsmeistari en gengi liðsins á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum og á liðið ekki möguleika á því að verja titil sinn frá síðustu leiktíð.

Þá féllu Valsmenn úr leik í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar í vikunni eftir 1:2-tap gegn 1. deildarliði Vestra á Olísvellinum á Ísafirði.

„Það verða engar breytingar, það er 100 prósent,“ sagði Börkur í stuttu samtali við 433.is þegar hann var inntur eftir því hvort Valsmenn ætluðu sér að skipta um þjálfara eftir yfirstandandi tímabil.

mbl.is