Kári hættir eftir tímabilið - tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála

Kári Árnason leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Kári Árnason leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. Kristinn Magnússon

Kári Árnason mun hætta knattspyrnuiðkun að loknu yfirstandandi tímabili og taka við nýju starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni rétt í þessu.

Kári verður brátt 39 ára gamall og leggur skóna á hilluna eftir farsælan feril með íslenska landsliðinu, í atvinnumennsku og nú með Víkingi þar sem liðið á enn möguleika á að vinna úrvalsdeildina og bikarkeppnina.

mbl.is