Stelpurnar töpuðu fyrir Frökkum

Íslenska liðið æfir í Serbíu.
Íslenska liðið æfir í Serbíu. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta mátti þola 0:2-tap gegn Frakklandi í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Leikið er í Serbíu.

Louna Ribadeira, leikmaður París FC, skoraði bæði mörk Frakka. Fyrra markið kom á 38. mínútu og seinna markið á 48. mínútu. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð í fyrsta leik og er því án stiga eftir tvo leiki. 

Tapi Ísland gegn Serbíu í lokaleik sínum fellur liðið niður í B-deild, en undankeppninni er skipt í A og B-deild. Efsta lið riðilsins tryggir sér sæti í lokakeppninni.

mbl.is