Þegar þyrlan tók á loft

Sverrir Sverrisson var í Fylkisliðinu árið 2002. Hér eru hann …
Sverrir Sverrisson var í Fylkisliðinu árið 2002. Hér eru hann og Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson í leik á milli Fylkis og ÍA. mbl.is/Árni Sæberg

Athyglisverðir leikir eru á dagskrá í næstsíðustu umferð Pepsí Max deildar karla í knattspyrnu á morgun.

Breiðablik og Víkingur hafa verið sterkustu liðin en þau eiga útileiki gegn FH og KR sem skipuð eru mörgum fyrrverandi atvinnumönnum. Á Akranesi er mjög mikilvægur leikur þegar tvö neðstu liðin, ÍA og Fylkir, mætast.

Fylkismenn eiga ekki góðar minningar frá Akranesi. Er þá átt við þegar liðin mættust í lokaumferðinni árið 2002. Samstarfsmaður minn, sem við skulum bara kalla Björn, er mikill stuðningsmaður Fylkis og hefur leitt mig í allan sannleika um hversu miklu áfalli hann varð fyrir á Akranesi fyrir nítján árum.

Bakvarðapistil Kristjáns í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

mbl.is