Áttum að fá tvær vítaspyrnur

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var gáttaður í samtali við blaðamann mbl.is á þvi að liðið hans hafi tapað gegn Keflvíkingum í leik liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag.

„Ég er mjög svekktur að fá ekki þrjú stig í dag, þrjú stig sem við áttum klárlega skilið. Við stjórnum þessum leik frá A-Ö, hugarfarið er gott og við fengum urmul af færum sem við erum klaufar að nýta ekki.

Við vorum líka klaufalegir í transition, það er að segja að breyta sókn í vörn þar sem þeir náðu aðeins að keyra á okkur sem þeir eru einmitt virkilega góðir í en heilt á litið fannst mér bara við töluvert betri aðilinn í þessum leik í dag og óskiljanlegt að við höfum ekki skorað og fengið að minnsta kosti eina vítaspyrnu.“

Þú varst ekki sáttur með leik þinna manna gegn Skagamönnum um síðustu helgi og vildir sjá betri leik hér i dag. Varstu sáttari með þá í dag?

„Mínir menn svöruðu því svo sannarlega í dag. Þeir voru á köflum alveg frábærir og ég er ótrulega sáttur með megnið af leiknum hjá þeim. Þetta var frammistaða sem ætti að skila okkur þremur stigum.

Satt að segja áttum við að fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur í dag en svona er þetta. Dómarinn bara dæmir þetta svona og það er bara þannig. Dómarar gera mistök eins og við. Þetta var bara svekkjandi.“

En ertu sáttur með tímabilið hjá Leikni í sumar eða vildir þú meira?

„Við viljum alltaf meira. Ég er búinn að vera ótrulega ánægður með liðið í allt sumar og þó að það komi einn og einn leikur sem hafa verið erfiðir þá hefur heildarframmistaðan í sumar verið frábær og við erum bara hrikalega stoltir af þessum árangri og stoltir af okkar leikmönnum og öllu i kringum klúbbinn.

Við höfum gert þetta alveg ofboðslega vel. Þetta er búið að vera frábært sumar,“ sagði Sigurður Höskuldsson að lokum við blaðamann mbl.is á Domusnova-vellinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert