Endurkomusigur Vestra í Eyjum

Vestri tók stigin þrjú í Vestmannaeyjum.
Vestri tók stigin þrjú í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Vestri gerði góða ferð til Vestmannaeyja þegar liðið vann sterkan 2:1 endurkomusigur gegn heimamönnum í ÍBV í 1. deild karla í knattspyrnu í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Ísak Andri Sigurgeirsson, lánsmaður frá Stjörnunni, heimamönnum yfir á 55.  mínútu.

Nacho Gil jafnaði hins vegar metin fyrir Vestra á 74. mínútu áður en Viktor Júlíusson skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.

Skömmu síðar, á 87. mínútu, fékk Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Lokatölur því 2:1 og á Vestri enn möguleika á að ná 4. sæti deildarinnar, en liðið er áfram í 6. sæti sem stendur.

ÍBV var þegar búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni og hafnar í 2. sæti.

Leikmenn ÍBV fengu afhenda silfurverðlaunapeninga sína að leik loknum í …
Leikmenn ÍBV fengu afhenda silfurverðlaunapeninga sína að leik loknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert