Er í þessu til að spila svona leiki

Alexandra Jóhannsdóttir í landsleik með Íslandi.
Alexandra Jóhannsdóttir í landsleik með Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undan­keppni HM í knatt­spyrnu kvenna er kom­in af stað og Ísland á verðugt verk­efni fyr­ir hönd­um í fyrstu um­ferðinni, leik gegn Evr­ópu­meist­ur­um Hol­lands á Laug­ar­dals­velli á þriðju­dag­inn.

Holland spilaði sinn fyrsta leik í riðlinum í síðustu viku og gerði 1:1-jafntefli við Tékkland. Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona segir íslenska liðið mæta til leiks með því markmiði að vinna.

„Ég á alveg von á því að þær verði meira með boltann en við erum óhræddar, vitum hvað við getum og munum reyna að spila okkar leik. Markmiðið er að vinna leikinn, auðvitað,“ sagði Alexandra á blaðamannafundi í dag.

Um er að ræða fyrsta keppnisleik liðsins í rúma níu mánuði og þann fyrsta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.  „Við lítum vel út, æfingarnar hafa verið góðar og leikmennirnir þekkja allir hvorn annan. Auðvitað er gott að fá loks svona leik. Æfingaleikirnir eru fínir en maður er í þessu til að spila svona leiki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert