Kjaftshögg að vera allt í einu einum færri

Rúnar Páll Sigmundsson er nú þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson er nú þjálfari Fylkis.

„Við höfum verið hrikalega einbeittir, átt tvo góða leiki á móti KA og Víkingum í bikarnum svo nú var lagt upp með það sama en svo er þá er kjaftshögg að vera einum færri allt í einu, þá missum við dampinn og leikurinn riðlast aðeins, það er þungt fyrir hvað lið sem er,“  sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5:0 tap fyrir ÍA á Skipaskaga í dag.

Fylkir missti mann útaf á 12. mínútu og fljótlega var Helga Val Daníelssyni og Ragnari Sigurðssyni skipt inná í vörnina.  „Það var auðvitað hrikalega erfitt að missa mann útaf en við reyndum að fá reynsluna inn þegar við vorum einum færri.  Það var samt einhver smá skortur á sjálfstrausti komnir með mark á okkur og einum færri,  þá reyndum við að ýta liðinu aðeins framar, ætluðum þá að vera með þrjá menn í vörninni en það gekk bara ekki alveg upp.   Okkur gekk samt ágætlega og gátum jafnað í blálok fyrri hálfleiks og strax í fyrri hálfleik fengum við líka færi til að jafna.  Þá hefði leikurinn breyst aðeins en þá refsa Skagamenn okkur með sínum frábæru skyndisóknum og það verður bara að segjast að Skagamenn voru rosalegur góðir í dag,“ bætti Rúnar Páll við.

Rúnar Páll Sigmundsson er nýr þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson er nýr þjálfari Fylkis. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert