Keflavík fjarlægist fallsvæðið

Emil Berger og Magnús Þór Magnússon eigast við í leiknum …
Emil Berger og Magnús Þór Magnússon eigast við í leiknum í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Keflavík sigraði Leikni 1:0 á Domusnova-vellinum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag. Það var Joey Gibbs sem skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu leiksins. Þessi sigur var ansi mikilvægur fyrir leikmenn Keflavíkur en með þessum sigri kemst liðið fjær fallsvæðinu.

Það voru samt Leiknismenn sem byrjuðu betur í Breiðholti í dag og áttu meðal annars skot í þverslá en þar var á ferðinni Emil Berger. Einnig átti Andres Escobar góða spetti og tvær góðar tilraunir á mark Keflvíkinga sem Sindri Kristinn Ólafsson, í marki Keflavíkur, varði vel frá honum.

Eftir markið sem Joey Gibbs skoraði fóru gestirnir að bíta meira frá sér og bæði lið fengu færi til að skora en markmenn beggja liða vörðu allt sem kom á markið.

Í seinni hálfleik byrjuðu Leiknismenn betur og héldu áfram að þjarma að marki Keflavíkur en Sindri Kristinn og varnarmenn Keflavíkur vörðust vel. Keflavík fékk líka sín færi en hugsuðu fyrst og fremst um það að verjast.

Heimamenn náðu samt ekki að skapa sér alvöru færi en voru oft ansi nálægt því að koma sér í slík færi. Það var mikil spenna á vellinum í dag, sérstaklega í seinni hálfleik og oft munaði litlu að allt myndi sjóða upp úr. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, voru mjög líflegir og létu vel í sér heyra.

Þessi sigur þýðir að Keflavík er komið í 21 stig og færist fjær fallsvæðinu en er áfram í níunda sæti deildarinnar. Leiknismenn eru áfram með 22 stig í áttunda sæti deildarinnar.

í lokaumferðinni næsta laugardag mætir Leiknir liði Víkings í Fossvoginum en Keflvíkingar fá Skagamenn í heimsókn á HS Orku völlinn.

Leiknir R. 0:1 Keflavík opna loka
90. mín. Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma hér á Domusnova-vellinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert