Ekki meira með eftir að hafa lent í bílslysi

Máni Austmann Hilmarsson í leik með Leikni fyrr í sumar.
Máni Austmann Hilmarsson í leik með Leikni fyrr í sumar. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Máni Austmann Hilmarsson, kantmaður knattspyrnuliðs Leiknis úr Reykjavík, missti af leik liðsins gegn Keflavík í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, í gær vegna meiðsla.

Í samtali við Fótbolta.net greindi Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, frá því að það væri vegna þess að Máni hafi lent í bílslysi á dögunum.

Hann sat uppi í stúku í leiknum í gær eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn ÍA.

Af þessum sökum mun Máni einnig missa af síðasta leik Leiknis í deildinni, gegn Víkingum úr Reykjavík næstkomandi laugardag.

Máni sagði sjálfur í samtali við Fótbolta.net að hann hafi fengið heilahristing og misst meðvitund, auk þess sem hann meiddist á hálsi og í baki þegar keyrt var aftan á kyrrstæðan bíl hans.

Hann mun ekki geta æft næstu mánuði vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert