Fimmtán ára fékk fyrirliðabandið hjá Þórsurum

Nökkvi Hjörvarsson skrifaði undir sinn fyrsta samning við Þórsara í …
Nökkvi Hjörvarsson skrifaði undir sinn fyrsta samning við Þórsara í sumar. Ljósmynd/Þór

Nökkvi Hjörvarsson fékk óvænt fyrirliðibandið hjá Þór frá Akureyri þegar liðið vann 3:2-sigur gegn Þrótti í Laugardal í lokaleik liðanna í 1. deildinni, Lengjudeildinni, um síðustu helgi.

Nökkvi, sem er 15 ára gamall, kom inn á sem varamaður á 77. mínútu fyrir Ásgeir Marínó Baldvinsson í stöðunni 3:2 en þetta var fyrsti meistaraflokksleikur Nökkva á ferlinum.

Á 90. mínútu fór fyrirliðinn Jóhann Helgi Hannesson af velli í sínum síðasta leik á ferlinum og lét hann Nökkva fá fyrirliðabandið.

Þú mátt eiga þetta!“ sagði Jóhann við Nökkva en það var Akureyri.net sem greindi frá þessu.

Nökkvi er í byrjunarliði U15-ára landsliðsins sem mætir Finnlandi í æfingaleik í Mikkeli í Finnlandi í dag.

mbl.is