Ísland heldur sæti sínu í A-deildinni

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, til hægri, var á skotskónum fyrir íslenska …
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, til hægri, var á skotskónum fyrir íslenska liðið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

U19-ára landsliðs kvenna í knattspyrnu heldur sæti sínu í A-deild undankeppni Evrópumótsins eftir 2:0-sigur gegn Serbíu í 1. umferð undankeppninnar í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Það voru þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Freyja Katrín Þorvarðardóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins en þau komu bæði í síðari hálfleik.

Ísland hafnaði í þriðja sæti riðilsins og verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla í 2. umferð undankeppninnar sem fram fer næsta vor. 

Þau sjö lið, sem vinna sína riðla í 2. umferðinni, fara áfram í lokakeppnina en hún verður haldin í Tékklandi sumarið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert