Kjartan og Þórður fengu þriggja leikja bann

Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason verða báðir í banni …
Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason verða báðir í banni í lokaumferðinni. mbl.is/Unnur Karen

Kjartan Henry Finnbogason sóknarmaður KR og Þórður Ingason varamarkvörður Víkings voru báðir úrskurðaðir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna stimpinga undir lok leiks liðanna í úrvalsdeild karla á Meistaravöllum á sunnudaginn.

Þeir verða því í banni í lokaumferð Íslandsmótsins um næstu helgi, og í fyrstu tveimur leikjum sinna liða á keppnistímabilinu 2022.

Hajrudin Cardaklija, aðstoðarþjálfari Víkings, fékk tveggja leikja bann vegna rauð spjalds sem hann fékk í leikslok á sama leik.

Nokkrir leikmenn í viðbót úr úrvalsdeild karla  verða í banni í lokaumferðinni og það eru eftirtaldir:

Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki
Hörður Ingi Gunnarsson, FH
Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki
Þórður Gunnar Hafþórsson, Fylki
Birnir Snær Ingason, HK
Ívar Örn Jónsson, HK
Finnur Tómas Pálmason, KR
Kennie Chopart, KR
Björn Berg Bryde, Stjörnunni
Kári Árnason, Víkingi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert