Ótrúlegur markafjöldi sóknarinnar

Sherida Spitse, Vivianne Miedema og Lieke Martens eru á meðal …
Sherida Spitse, Vivianne Miedema og Lieke Martens eru á meðal reynslumestu leikmanna hollenska liðsins. AFP

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Evrópumeisturum Hollands í C-riðli undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM og jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við þjálfun liðsins í janúar á þessu ári.

Hollendingar hófu undankeppnina á fimmtudaginn í síðustu viku þegar liðið gerði óvænt 1:1-jafntefli gegn Tékklandi í Groningen í Hollandi.

Það hefur verið mikil stígandi í hollenskri kvennaknattspyrnu undanfarin ár en liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó hinn 30. júlí í sumar en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2:2. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk hollenska liðsins í leiknum en Lieke Martens brenndi af vítaspyrnu fyrir hollenska liðið á 82. mínútu í stöðunni 2:2.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert