Árbæingar vilja halda Rúnari

Rúnar Páll Sigmundsson er samningsbundinn Fylki út tímabilið.
Rúnar Páll Sigmundsson er samningsbundinn Fylki út tímabilið. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fylkismenn vilja halda knattspyrnuþjálfaranum Rúnari Páli Sigmundssyni en hann tók við liðinu á dögunum eftir að þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru reknir.

Rúnar hefur stýrt Árbæingum í undanförnum þremur leikjum en liðið féll úr efstu deild á dögunum.

Rúnar skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið við Fylkismenn en í Árbænum vonast menn til þess að hann verði áfram við stjórnvölin.

„Það er áhugi fyrir því að framlengja þetta samstarf,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla í samtali við fótbolta.net.

„Við höfum rætt saman og hann hefur áhuga á því að vera áfram. Honum líst vel á félagið og umhverfið í kring. Við munum sitjast niður og ræða málin fljótlega,“ bætti Hrafnkell við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert